Manchester City varð fyrir miklu áfalli í tapinu gegn Real Madrid á þriðjudag. Manuel Akanji meiddist og verður lengi frá.
Akanji verður frá í 8-10 vikur vegna meiðsla og er á leið í aðgerð á morgun.
Um var að ræða meiðsli sem varnarmaðurinn varð fyrir í dramatísku 2-3 tapi gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.
Þetta eru vond tíðindi fyrir City en Akanji hefur verið lykilmaður í liði City hjá Pep Guardiola.
City er í brekku fyrir seinni leikinn en sá síðari fer fram á Santiago Bernabeu.
🚨⚠️ Bad news for Man City as Manuel Akanji is ruled out for between 8/10 weeks with an injury.
“Manuel will undergo surgery on Saturday”, Pep Guardiola confirms. pic.twitter.com/KTIspCUzax
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 14, 2025