Michail Antonio framherji West Ham er í ótrúlegum gír og bati hans er miklu hraðari en bjartsýnustu menn þorðu að vona.
Antoino lenti í mjög alvarlegu bílslysi fyrir tveimur mánuðum og var nær dauða en lífi.
Antonio klessukeyrði þá bifreið sína og endaði á tré, óttaðist fólk hreinlega það versta.
Antonio fótbrotnaði og fékk önnur sár en er nú farin að æfa aftur og er í strangri endurhæfingu í Dubai.
Antonio birti mynd af sér við æfingar í sólinni og gæti komið aftur til baka á fótboltavöllinn eftir nokkra mánuði.