fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fókus

Mögnuðu brúðkaupi slegið upp í Parísarflugi Play – „Má ég borða kökuna?”

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 12:29

Myndir: Play

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar ég bókaði flug til Parísar fyrir alla fjölskylduna fyrir nokkrum mánuðum síðan var ég á engan hátt meðvitaður að það væri Valentínusardagur þennan dag.

Kannski smá vísbending um að maður þarf að herða sig í rómantíkinni.

Starfsfólk Play var hins vegar alveg á tánum og gott betur en það.

Fyrir brottför frá Keflavík í morgun var greint frá því að þrjú pör voru áhafnarmeðlimir í flugi PLAY frá Keflavík til Parísar í morgun.

Það var víst lítið mál að finna pör til að manna heila áhöfn því það er nokkuð algengt að áhafnarmeðlimir dragi sig saman hjá félaginu.

Þá var greint frá því að óvenjulegur viðburður myndi eiga sér stað í háloftunum. Það reyndist vera hjónavígsla ungs pars Alexanders Vals (26 ára) og Kitu (27 ára).

Þau þáðu boð PLAY og létu pússa sig saman yfir Atlantshafinu þegar flugið var flogið hálfa leið sem var sérstaklega viðeigandi þar sem hann er íslenskur en hún frönsk.

Prestur var með í för og sá gaf hjónin saman við hátíðlega athöfn.

Óhætt er að segja að farþegar hafi verið nokkuð undrandi þegar 200 manna brúðkaupsveislu var óvænt slegið upp í vélinni.

Það var nokkuð kostuleg sjón þegar sumir steinsofandi farþegar vöknuðu skyndilega og vissi ekki hvaðan á þá stóð veðrið.

Allir voru þó meira en til í gleðina og mikil fagnaðarlæti brutust út þegar hið unga par játaðist hvort öðru.

Play bauð síðan upp á tertu í tilefni dagsins sem flestir farþegar sporðrenndu með bestu lyst.

Undantekning var hópur ungra íslenskra glímukappa á leið í keppnisferð.

Einn ungur kappi var í mikilli sálarangist því́ hann var 61,5 kg fyrir flugið og markmiðið var að keppa í undir 62 kg flokki á mótinu.

„Má ég borða kökuna?“ spurði pilturinn þjálfara sína sem töldu að það væri í lagi. Hinn metnaðarfulli ungi sveinn tók þó enga áhættu, lét einn örlítinn bita nægja og horfði svo löngunaraugum á afganginn þar til meðlimur áhafnarinnar fjarlægði hnossgætið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Taktu púlsinn á sambandinu þínu fyrir Valentínusardaginn!

Taktu púlsinn á sambandinu þínu fyrir Valentínusardaginn!
Fókus
Í gær

Manstu eftir massaða átta ára stráknum? Svona er líf hans í dag

Manstu eftir massaða átta ára stráknum? Svona er líf hans í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðabloggari tók upp myndband á vinsælum stað – Tveimur árum síðar komst hryllilegur sannleikur í ljós

Ferðabloggari tók upp myndband á vinsælum stað – Tveimur árum síðar komst hryllilegur sannleikur í ljós
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svikakvendið rýfur þögnina og lýsir lífinu í fangelsinu – „Ég er ekki sama manneskjan og ég var þá“

Svikakvendið rýfur þögnina og lýsir lífinu í fangelsinu – „Ég er ekki sama manneskjan og ég var þá“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“

Ragna birti myndband af viðbrögðum eiginmannsins við fjórða barninu – „Hættessu!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Metin féllu á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum

Metin féllu á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“

„Ég vissi alveg nákvæmlega hversu stórt Tóta Van Helzing gæti orðið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari

Birki ráðlagt að fara alls ekki í viðtal hjá Gunnari