fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Ungur maður sem tapaði í Fortnite framdi ólýsanlegt grimmdarverk

Ritstjórn DV
Föstudaginn 14. febrúar 2025 13:30

Lögregla bar kennsl á Owen eftir að hafa farið í gegnum eftirlitsmyndavélar á svæðinu. Hann hefur játað á sig morðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og þriggja ára franskur karlmaður, Owen L. að nafni, er í haldi lögreglunnar vegna gruns um að hafa stungið ellefu ára stúlku til bana.

Franska blaðið Le Parisien segir að þetta hafi maðurinn gert í bræði eftir að hafa tapað og lent í orðaskaki við andstæðinga sína í tölvuleiknum vinsæla Fortnite.

Ungi maðurinn er sagður hafa játað á sig morðið sem átti sér stað í Essonne, suður af París, þann 7. febrúar síðastliðinn.

Franskir fjölmiðlar hafa eftir Gregoire Dulin, saksóknara í málinu, að ungi maðurinn hafi haft það orð á sér að missa stjórn á skapi sínu í tölvuleikjum. „Hann vildi stela einhverju eða kúga einhvern til að róa sig niður,“ segir Dulin.

Hann er sagður hafa farið út eftir tapið í tölvuleiknum og komið þá auga á hina ellefu ára gömlu Louise Lasalle sem var á gangi með farsíma í bandi um hálsinn.

Owen er sagður hafa ætlað að ræna símanum af stúlkunni en Louise brást við með því að öskra og berjast um. Er Owen sagður hafa brugðist við með því að stinga stúlkuna ítrekað með þeim afleiðingum að hún lést af sárum sínum.

Lík Louise fannst daginn eftir en lögregla hafði hendur í hári unga mannsins eftir að hafa farið í gegnum myndefni á eftirlitsmyndavélum í nágrenninu.

Í frétt Le Parisien kemur fram að hinn grunaði í málinu búi með efnuðum foreldrum sínum, en faðir hans er hátt settur bankastarfsmaður. Kærasta Owens hefur einnig verið handtekin en hún er sögð hafa vitað hvað gerðist þennan örlagaríka dag þegar kærasti hennar kom blóðugur heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigmundur Davíð spyr hvort útikamrar verði settir upp fyrir leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli

Sigmundur Davíð spyr hvort útikamrar verði settir upp fyrir leigubílstjóra á Keflavíkurflugvelli
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“

Amma og eins árs barnabarn slösuðust þegar fjölskylduhundurinn varð fyrir árás – „Mamma sýndi ótrúlega dirfsku í ólýsandi aðstæðum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“

Brynjar Karl er verulega fúll út í RÚV – „Er verið að refsa mér?“