fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Vægur dómur yfir manni sem réðst á barnsmóður sína – Nýi kærastinn fór illa í hann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 7. febrúar síðastliðinn yfir manni sem ákærður var fyrir ofbeldisbrot gegn barnsmóður sinni.

Atvikið átti sér stað þann 26. apríl 2024, að heimili fólksins. Hinn ákærði var sakaður um að hafa gripið um höku konunnar, slegið hana í bringuna og gripið um hendur hennar. Voru afleiðingar árásarinnar þær að konan hlaut yfirborðsáverka á höku, mar hægra megin á brjóstkassa ásamt roða og eymsli yfir brjóstkassa.

Lögregla var kvödd að heimili fólksins að kvöldi 26. apríl en tilkynnt hafði verið um heimilisofbeldi. Í millitíðinni hafði brotaþoli komist í skjól í íbúð hjá öðrum íbúa í húsinu. Hún sagði lögreglu frá því að hún og maðurinn væru skilin en byggju enn saman. Hún væri komin með nýjan kærasta sem færi mjög illa í hennar fyrrverandi. Hafi hann sakað hana um framhjáhald og hefði ætlað að taka síma hennar, þegar hún hafi legið í rúmi sínu. Hún hafi ekki viljað afhenda símann en hann hafi þá kýlt hana með krepptum hnefa hægra megin í brjóstkassa. Hann hafi einnig gripið fast í höndina á henni og framan í hana. Brotaþoli hafi þá öskrað á hjálp og komið sér út.

Ákærði neitaði sök en gat ekki komið með skýringar áverkum á konunni. Hann viðurkenndi að hafa tekið símann með valdi. Dómari taldi framburð brotaþola vera trúverðugri en framburð ákærða.

Í dómsniðurstöðu segir að það auki alvarleika brotsins að það var framið á heimili brotaþola. Engu að síður var refsingin væg eða 30 daga skilorðsbundið fangelsi. Var hann jafnframt dæmdur til að greiða konunni 400 þúsund krónur í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli

Guðni Th. kennir á námskeiði um Þingvelli
Fréttir
Í gær

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann

Úrgangur úr fiskvinnslu lak út á höfnina í Patreksfirði – Heppni að menn á olíuskipi sáu lekann