Bukayo Saka verður frá í átta vikur til viðbótar, um er að ræða enn eitt áfallið fyrir Mikel Arteta, stjóra Arsenal.
Kai Havertz meiddist í æfingaferð liðsins í Dubai og spilar ekki meira á þessu tímabili.
Gabriel Jesus sleit krossband á dögunum og er frá og þá er Gabriel Martinelli meiddur.
Saka meiddist aftan í læri og nú er ekki búist við því að hann spili fyrr en um miðjan apríl.
Arsenal er með laskaða sókn sem gæti gert liðinu mjög erfitt fyrir, liðið er sjö stigum á eftir toppliði Liverpool í ensku deildinni.