Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur staðfest það að félagið ætli ekki að fá inn framherja á frjálsri sölu á næstunni.
Chelsea er í vandræðum í fremstu víglínu en Nicolas Jackson verður frá næstu vikurnar og spilar líklega ekki þar til í apríl.
Christopher Nkunku og Marc Guiu eru einnig á mála hjá Chelsea en sá fyrrnefndi hefur ekki staðist væntingar í undanförnum leikjum.
,,Við erum ekki að íhuga það að fá inn framherja á frjálsri sölu. Við munum vinna með þá leikmenn sem við erum með,“ sagði Maresca.
,,Við erum heldur ekki að stöðva Deivid Washington frá því að yfirgefa félagið á láni – það eru viðræður í gangi.“