Antony, leikmaður Real Betis, hefur byrjað vel með sínu nýja félagi eftir komu frá Manchester United.
Antony skrifaði undir lánssamning við Betis í janúar en hann er samningsbundinn United til 2027.
Brassinn stóðst aldrei væntingar á Old Trafford en hann hefur minnt á sig á Spáni og skoraði í 3-0 sigri á Gent í Sambandsdeildinni í gær.
,,Ég vissi það innst inni að ég myndi finna gleðina hjá Betis, ég var handviss,“ sagði Antony eftir leik.
,,Þessi sigur var fyrir stuðningsmennina, þeir hafa aldrei hætt að styðja við bakið á okkur.“