fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
EyjanFastir pennar

Steinunn Ólína skrifar: Ást er allt sem þarf

Eyjan
Föstudaginn 14. febrúar 2025 06:00

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Mynd: Kári Sverrisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að elska kostar ekkert. Ef við getum lært að elska skilyrðislaust og líta á allt sem þungt er eins og þroskandi námsgrein á lífsins göngu þá verður tilveran viðráðanlegri og skemmtilegri.

Ef einhver er þér erfiður, vanstilltur og gerir hlutina ekki að þínu skapi, reyndu þá að meta hegðunina með forvitni, elsku, skilningi og líttu undir yfirborðið. Af hverju hagar viðkomandi sér á þennan hátt?

Spurðu þig svo einlæglega. Hef ég einhvern tíma sjálf hagað mér svona eða í einhverri líkingu við það viðmót sem mér er sýnt nú? Svaraðu svo einlæglega. Af hverju hagaði ég mér svona þá, hvað var þá að hrjá mig og ætti ég þá ekki að geta sett mig í spor þess sem um ræðir og sýnt viðkomandi samkennd?

Hver er sinnar gæfu smiður

Sá sem vill með framkomu sinni reita þig til reiði, særa þig eða bara spæla þig, líður ekki vel. Framkoma af þessu tagi varpar upp á tjald vanlíðan og vanstillingu viðkomandi og er þér alveg óviðkomandi. Segir aðeins af vansæld þess sem beitir.

Þú hefur alltaf valdið til að bregðast ekki við, grípa andartakið til að staldra við og vera vitni að því sem er að gerast. Sleppa því að svara í sömu mynt eða af enn meiri vanstillingu og velja það eina sem vit er í, að gefa viðkomandi ekkert fyrir sinn snúð.

Það þýðir ekki að þú sért að láta valta yfir þig, öðru nær. Þetta er ekki keppni, þú þarft ekkert að sanna eitt eða neitt í aðstæðum sem þessum. Sá sem sýnir þér framkomu sem er miður góð segir ekkert um þig en allt um viðkomandi.

Að sitja á strák sínum

Þú þarft ekki að ala viðkomandi upp, þarft ekkert að verja og óþarft með öllu að láta neina dóma falla. Það er bara ekki þitt hlutverk að ala annað fólk upp. Hver er sinnar gæfu smiður!

Þú getur valið að halda stjórn, á þér og þeim tilfinningum sem vakna, vera áhorfandi að sjónarspilinu sem er að raungerast í andartakinu, standa keik og leyfa ólgunni í viðkomandi manneskju að líta dagsins ljós viðbragðalaust. Þannig notar þú þinn styrk, mannskilning og elsku á eigin breyskleika og annarra til að láta viðmót fólks ekki stýra þinni ró og sálarfriði.

Þegar þú stenst mátið og lætur ekki hleypa þér upp ertu umsvifalaust búin að afvopna viðkomandi og sér í lagi ef þú bregst að auki við af elsku, vinsemd og hægð.

Viðkomandi finnur það sjálfur, þegar hann fær ekki eldivið á bálið sitt, að kannski var engin ástæða til að kveikja bál til að byrja með. Hann fær þá líka andartak til að velta hegðun sinni fyrir sér þegar hinn aðilinn sýnir ekki viðbrögðin sem kallað var eftir.

Hann fær að spyrja sig: Hvers vegna fæ ég ekki viðbrögð? Af hverju læt ég svona? Hvað er ég að reyna að fá fram með þessu háttalagi?

Ástin er sjálfknúin eilífðarvél

Í dag er 14. febrúar og af amerískum kaupahéðnasið er því að okkur haldið að borga verði fyrir að fagna ástinni. Allt skal selja okkur, líka það að ástin útheimti útgjöld. Með sölumennsku hefur því verið haldið að okkur að aðgangseyrir að veislunni mestu, sem ástin auðvitað er, sé í formi peninga.

Ástin er hins vegar utan fjármálamarkaða. Ástin er ókeypis. Ástin er stórkostleg sjálfknúin eilífðarvél. Því meira sem þú gefur af þér til annarra í formi hlýju, snertingar, skilnings og samveru, því meiri ást framleiðir vélin. Endurgjaldið kemur ekki endilega úr þeirri átt sem þú átt von á eða vonar en að sýna öðrum skilyrðislausa ást margborgar sig.

Fyrir ástina þarftu því aldrei að borga eina einustu krónu. Þú þarft bara að hafa ást á öllu sem fyrir er. Þá færðu endurgoldna alla þá ást sem þú þarfnast í lífinu. Þetta hljómar of einfalt til að vera satt en þetta er eitt af lögmálum lífsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið

Björn Jón skrifar: Að eiga sæti við borðið
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti

Sigmundur Ernir skrifar: Íslandsmeistaramótið í frekjukasti
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri

Thomas Möller skrifar: Dugleg þjóð í norðri
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins

Svarthöfði skrifar: Tilvistarkreppa sjálfstæðismanna – ráðast á Flokk fólksins
EyjanFastir pennar
12.01.2025

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
12.01.2025

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni