Gylfi Þór Sigurðsson er orðaður við endurkomu til Breiðabliks. Um þetta var fjallað í Dr. Football hlaðvarpinu í gær.
Gylfi Þór yfirgaf Breiðablik fyrir tuttugu árum síðan þegar hann var seldur í atvinnumennsku til Breiðabliks.
Þessi einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands gekk í raðir Vals fyrir síðustu leiktíð en hefur reglulega verið orðaður við brottför í annað félag.
Víkingur hefur ítrekað lagt fram tilboð í Gylfa en Valsmenn ekki viljað taka þeim, óvíst er hvort þeir muni taka vel í tilboð úr Kópavoginum.
Alfreð Finnbogason er yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik en hann og Gylfi Þór voru samherjar í Breiðablik ungir að árum auk þess að hafa átt afar farsæla tíma saman í landsliðinu.
Ljóst er að það væri mikið reiðarslag fyrir Val að missa sinn besta leikmann nú þegar stutt er í að Besta deildin fari af stað.