fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Þórhildur: „Ég blanda tantra inn í allt sem ég geri“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 19:59

Þórhildur Magnúsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynlífs- og sambandsmarkþjálfinn Þórhildur Magnúsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Hún hefur haldið úti vinsælu Instagram-síðunni Sundur og saman um árabil.

Þórhildur er fyrsti gestur Fókuss til að koma aftur en mikið hefur gerst síðastliðna átján mánuði. Hún hefur sankað að sér meiri þekkingu og er að klára markþjálfaranám. Hún byrjaði að iðka tantra sem hefur verið eins konar rauði þráðurinn í lífi hennar í gegnum árin. Í þættinum ræðir hún um þjálfunina, hvers konar fólk leitar til hennar í sambandsmarkþjálfun, þemu sem hún hefur tekið eftir, að finna frelsi með með tantra og margt fleira.

Sjá einnig: „Eftir langar umræður við manninn minn ákváðum við að opna sambandið“

Þegar Þórhildur kom í Fókus fyrst ræddi hún um fjölástir og opin sambönd. Hún og eiginmaður hennar, Kjartan, hafa verið saman í átján ár og þar af hafa þau verið í opnu sambandi í átta ár. Í þættinum í dag ræðir hún um hvernig þau halda neistanum gangandi en til að hlusta eða horfa á eldri þáttinn, smelltu hér.

Þórhildur hefur einnig verið í sambandi með Marcel undanfarið eitt og hálft ár og ræðir hún um fjarsambandið, hvað gerir kynlíf gott og svo ótal margt fleira í þættinum sem má horfa á hér að neðan eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Þórhildur hefur fært út kvíarnar undanfarið. Hún er með fylgjendur bæði hérlendis og erlendis á Sundur og saman og er því er mikið af efninu hennar á ensku og mun til dæmis næsta sería af samnefndu hlaðvarpi vera á ensku. Hún titlar sig sem Self-Tranformation Coach eða sjálfsumbreytingaþjálfi og útskýrir betur hvað það þýðir.

„Ég vinn mest með einstaklingum eins og er. Self-transformation er fyrir mér lýsing á ferlinu þegar þú ert með einhvern ákveðinn áhuga eða eitthvað sem þig langar að breyta og gera í lífinu þínu og þú ferð í gegnum það ferli […] Að einhverju leyti verðurðu svolítið breytt manneskja en upplifunin er að þú verður miklu meira þú,“ segir hún og fer nánar yfir þetta í þættinum.

Þórhildur Magnúsdóttir. Mynd/Instagram @sundurogsaman

Komið í öngstræti

Það er allskonar fólk sem leitar til Þórhildar. „Það er bæði fólk sem kemur og er í sambandi sem það vill vera í en er komið í ákveðið öngstræti og finnst það hafa reynt allt sem hægt er að reyna og oft upplifir kannski mikla gremju. Því líður kannski ekki vel í sambandinu en veit samt að það langar til að reyna meira og gefa þessu séns, það finnur að þetta sé rétt að mjög mörgu leyti en er pínu strand varðandi hvað það getur reynt,“ segir hún.

„Hitt er fólk sem er ekki í sambandi eða er kannski í sambandi sem það er mjög ánægt með, en það vantar eitthvað upp á önnur svið í lífinu. Oft kemur fólk til mín sem er að íhuga opið samband á einhvern hátt eða er búið að opna sambandið sitt og er mjög ráðavillt í því. Búið að stíga einhver skref og það er margt í klandri hjá þeim og vilja gera þetta vel. Fólk sem er að íhuga að opna sambandið kemur til mín og segir einmitt þetta: „Ég vil gera þetta vel.““

Föst í mynstri

Þórhildur segir að hún fái einnig til sín fólk sem er ekki í sambandi og skilur ekki af hverju, er kannski fast í einhverju mynstri sem það áttar sig ekki á.

„Eða mæður sem eru að fatta að þær eru ekki að gera neitt annað en að sinna heimilinu, starfinu sínu og manninum sínum og finnst þær vera svolítið út undan í lífinu. Þær lýsa þessu oft eins og: „Mér finnst ég vera dofin“ eða „mér líður eins og ég sé tóm skel, ég veit ekki hver ég er og hvað ég vil.““

Þórhildur Magnúsdóttir. Mynd/Instagram @sundurogsaman

Tantra

Þórhildur iðkar tantra og er það stór hluti af lífi hennar. Margir eru eflaust með ákveðnar hugmyndir um tantra, að þetta er bara orð fyrir flóknar og furðulegar kynlífsstellingar og búið. En það er ekki rétt. Við fengum Þórhildi til að útskýra tantra fyrir okkur og hvernig það er hluti af lífi hennar.

„Tantra er undirangi jóga, þetta er einn flokkurinn af jóga,“ segir Þórhildur og fer stuttlega yfir söguna í þættinum og heldur svo áfram:

„Þetta er stór flokkur af alls konar æfingum og hugmyndafræði og heimspeki sem fjallar um að vefa saman upplifun í líkamanum, huganum og við eitthvað andlegt, stærra en við. Í mjög einföldu máli er þetta mjög praktísk andleg iðkun. Það sem gefur þessu þennan steríótýpíska blæ, að þetta séu bara einhverjar kynlífsstellingar, er að þetta er algjörlega hlutlaust gagnvart kynlífi á meðan mörg trúarbrögð eru með svo skýra… það eru svo miklir dómar, þetta er svo gildishlaðið. Það má ekki vera kynlíf fyrir giftingu, allar reglur, boð og bönn sem margar trúarstofnanir hafa sett á kynlíf. Tantra er algjörlega hlutlaust gagnvart því. Þess vegna heldur fólk að það snúist allt um kynlíf, en nei, þetta er eina iðkunin sem er ekki að banna að tala um kynlíf og þá auðvitað verður þetta eini staðurinn sem er talað um kynlíf, en það er bara einn angi af því.“

Þórhildur segir til dæmis öndunaræfingar og hugleiðslu vera hluta af tantra. „Með því markmiði að upplifa frelsi. Frelsi og vera tengd líkamanum. Það er markmiðið, kallast path of liberation á ensku, vegur í átt að frelsi. Svo þú sért frjáls í eigin líkama.“

Hún ræðir þetta nánar í kringum mínútu 22:00.

Þórhildur hefur lengi heillast af jóga og austurlenskri hugmyndafræði. Mynd/Instagram

Hugmyndafræði sem heillar

„Ég blanda tantra inn í allt sem ég geri,“ segir Þórhildur og segir þetta vera hugmyndafræði sem hefur fylgt henni í gegnum lífið í dágóðan tíma.

„Áður en ég kynntist tantra þá var ég með mjög mikinn áhuga á heimspeki, jóga, þessari austurlensku heimspeki, eins og búddisma, daoisma og jóga. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á þessu og það hefur verið grundvöllur, þú getur lesið það í gegnum línurnar á eiginlega öllu sem ég hef verið að tala um langt aftur í tímann, áður en ég kynntist tantra,“ segir Þórhildur.

Hún ræðir nánar um hugmyndafræðina, praktísku nálgunina, hvernig tantra getur nýst pörum og hvernig er best að byrja í spilaranum hér að ofan. Einnig er hægt að hlusta á Spotify.

Mynd/Instagram

Það er margt spennandi fram undan hjá Þórhildi, en auk þess að bjóða upp á sambandsmarkþjálfun er hún að fara út með hóp kvenna í Fullvalda retreat. Þetta er í þriðja skipti sem hún heldur slíkan vikulangan viðburð og verður hann á Spáni í sumar að þessu sinni. Hún ræðir þetta frekar í spilaranum í lok myndbandsins en svo má nálgast meiri upplýsingar á Instagram-síðu hennar Sundur og saman.

Fylgdu henni á Instagram eða hlustaðu á Sundur og saman á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“

Þorgrímur Þráins svarar fyrir sig – „Fyrir þá sem ná ekki upp í nefið á sér og gera lítið úr skóla lífsins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klámstjarnan viðurkennir að hafa logið og afhjúpar ástæðuna – „Ógeðslegt“

Klámstjarnan viðurkennir að hafa logið og afhjúpar ástæðuna – „Ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“

Þorsteinn opnar sig um viðtalið umdeilda – „Ég er auðvitað bara einhver gaur, með alls konar bresti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul
Hide picture