Arne Slot stjóri Liverpool var rekinn af velli eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í gær, hann var ósáttur með Michael Oliver dómara leiksins.
Everton jafnaði leikinn þegar uppgefinn uppbótatími var liðinn.
Slot var verulega óhress með málið og orð hans við dómarann eftir leik urðu til þess að hann var rekinn af velli.
Jöfnunarmarkið fór mjög illa í Slot og sást það í beinni útsendingu hjá Sky Sports þegar James Tarkowski smellti boltanum í netið.
Þetta náðist á myndband og má sjá hér að neðan.
Peak headloss😭😭😭😭 pic.twitter.com/rHFZt5CCnJ
— 𝗔𝗺𝗼𝗿𝗶𝗺’𝘀 𝗥𝗲𝗱𝘀 ✍🏼🇵🇹 (@AmorimBalll_) February 12, 2025