Lars, sem er 68 ára, greindi frá því árið 2022 að hann hefði greinst með sjúkdóminn og í færslu á Instagram steig Louise Vest, náin samstarfskona leikstjórans fram, og opinberaði það að Lars væri kominn inn á hjúkrunarheimili.
Kvaðst Louise deila þessum persónulegu upplýsingum þar sem vangaveltur voru uppi um heilsu leikstjórans í dönsku pressunni.
„Lars líður vel miðað við aðstæður,“ sagði hún og bætti við að Lars eigi enn sitt eigið heimilfi þar sem hann getur einnig dvalið. Á hjúkrunarheimilinu fái hann hins vegar alla þá aðstoð sem hann þarfnast.
Louise segir að næsta kvikmynd leikstjórans verði að veruleika þrátt fyrir veikindin. Myndin sem um ræðir ber nafnið After en á síðasta ári var greint frá því að Stellan Skarsgård færi með aðalhlutverkið í myndinni.
Myndin segir frá „dauðanum og lífinu eftir dauðann“ en óvíst er hvenær myndin verður frumsýnd.