fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Lars von Trier fluttur inn á hjúkrunarheimili

Fókus
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 09:12

Lars von Trier. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski leikstjórinn Lars von Trier er fluttur inn á hjúkrunarheimili en þar mun hann geta notið þeirra meðferðar sem hann þarfnast vegna Parkinsons-sjúkdóms sem hann glímir við.

Lars, sem er 68 ára, greindi frá því árið 2022 að hann hefði greinst með sjúkdóminn og í færslu á Instagram steig Louise Vest, náin samstarfskona leikstjórans fram, og opinberaði það að Lars væri kominn inn á hjúkrunarheimili.

Kvaðst Louise deila þessum persónulegu upplýsingum þar sem vangaveltur voru uppi um heilsu leikstjórans í dönsku pressunni.

„Lars líður vel miðað við aðstæður,“ sagði hún og bætti við að Lars eigi enn sitt eigið heimilfi þar sem hann getur einnig dvalið. Á hjúkrunarheimilinu fái hann hins vegar alla þá aðstoð sem hann þarfnast.

Louise segir að næsta kvikmynd leikstjórans verði að veruleika þrátt fyrir veikindin. Myndin sem um ræðir ber nafnið After en á síðasta ári var greint frá því að Stellan Skarsgård færi með aðalhlutverkið í myndinni.

Myndin segir frá „dauðanum og lífinu eftir dauðann“ en óvíst er hvenær myndin verður frumsýnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Girls Gone Wild martröðin – „Ég var í áfalli, eiginlega í afneitun“

Girls Gone Wild martröðin – „Ég var í áfalli, eiginlega í afneitun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lýtalæknir greinir frá nýju trendi eftir útspil Biöncu

Lýtalæknir greinir frá nýju trendi eftir útspil Biöncu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“

„Við komum heim seinni partinn og síðan dó hún klukkan sjö um kvöldið“