Það er alvöru hausverkur fyrir Mikel Arteta stjóra Arsenal þessa dagana enda er sóknarlína liðsins þunnskipuð eftir meiðsli sem hafa orðið.
Kai Havertz meiddist í æfingaferð í Dubai og verður ekki meira með á tímabilinu.
Gabriel Martinelli og Bukayo Saka eru meiddir en eiga að mæta aftur á völlinn í mars.
Það verður því flókið fyrir Arteta því allir þrír sem eru fyrstir á blað í sóknarlínu hans eru meiddir.
Gabriel Jesus er með slitið krossband og spilar ekki meira á tímabilinu.
Svona gæti Arteta stillt upp um helgina gegn Leicester.