fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddur Árnason mun senn láta af störfum hjá lögreglunni á Suðurlandi eftir tæp 40 ár sem lögreglumaður. Oddur er í einlægu viðtali í Morgunblaðinu í dag þar sem hann rifjar meðal annars upp kvöld eitt árið 2023 þegar hann brotnaði fyrirvaralaust niður.

„Ég sat í sóf­an­um heima að kvöldi þegar yfir mig hellt­ist sú til­finn­ing að ég hrein­lega bugaðist. Tár­in runnu fram og ég mátti mín lít­ils. Þannig sat ég fram á nótt­ina og gerði mér þá strax grein fyr­ir að ég væri kom­inn á stað í líf­inu þar sem ég ætti ekki að reyna einn að vaxa út úr vand­an­um, held­ur leita mér aðstoðar.“

Strax daginn eftir upplýsti hann yfirmann sinn, Grím Hergeirsson lögreglustjóra, um stöðu mála og var þá kominn í veikindaleyfi.

„Strax í kjöl­farið sendi ég tölvu­póst til sam­starfs­fólks míns um hvað væri að. Taldi slíkt vera mjög mik­il­vægt svo eng­in leynd­ar­mál væru í gangi,“ segir Oddur meðal annars í viðtalinu.

Það getur tekið mikið á að vera í lögreglunni, ekki síst sem yfirmaður en Oddur er fráfarandi yfirlögregluþjónn á Selfossi. Þar áður starfaði hann í 18 ár á Vestfjörðum. Hann hefur gengið í gegnum ýmislegt sem lögreglumaður á þessum tíma og má þar nefna snjóflóð, banaslys í umferðinni, andlát, sjálfsvíg og alvarleg veikindi.

Í viðtalinu segir Oddur að allt sé þetta mál sem hafi reynt á hann en ef til vill meira en hann taldi sjálfur.

„Mér fannst ég kunna þetta allt og geta. En svo hrundi eitt­hvað, án þess að neitt eitt hafi valdið því,“ seg­ir Odd­ur meðal annars í viðtalinu sem má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“

Sólveig Anna hjólar á ný í Hallgrím – „Stelur af henni glæpnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir