Chelsea hefur orðið fyrir miklu áfalli en Nicolas Jackson er meira meiddur en talið var í fyrstu. Hann spilar líklega ekki fyrr en í byrjun apríl.
Jackson hefur leitt línuna hjá Chelsea með ágætis árangri á þessu tímabili.
Nú er hins vegar ljóst að Jackson verður ekki með næstu vikurnar og mun Chelsea sakna hans.
Jackson er á sínu öðru tímabili hjá Chelsea og hefur verið að komast betur og betur inn í hlutina.
Chelsea á nokkra kosti til að fylla hans skarð en Christopher Nkunku var í fremstu víglínu í síðasta leik.
🚨🔵 Bad news for Chelsea as Nicolas Jackson will be out with an injury until end of March/beginning of April, as @TeleFootball reports.
Jackson won’t be available for the next games, pic.twitter.com/fWl03OsdyJ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 12, 2025