fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Pressan

Flugfarþegi trylltist og reyndi að kýla í gegnum rúðu í miðju flugi

Pressan
Fimmtudaginn 13. febrúar 2025 06:28

Maðurinn náði að valda tjóni áður en hann var yfirbugaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar í flugvél, sem var í innanlandsflugi í Bandaríkjunum, þurftu að taka einn farþegann tökum og binda hann niður eftir að hann trylltist í miðju flugi og reyndi að kýla í gegnum rúðu.

Metro segir að vélin hafi verið á leið frá Denver í Colorado til Houston í Texas. Á myndum sjást aðrir farþegar halda manninum og binda hann fastan.

Lögreglan tók á móti flugvélinni þegar hún lenti í Houston og var manninum ekið á brott í hjólastól.

Farþegi í vélinni sagði í samtali við Houston ABC að kona, sem sat fyrir framan manninn í vélinni, hafi beðið hann um að skipta um sæti og um leið og hún gerði það hafi hann byrjað að sparka og kýla í rúðuna.

Manninum tókst að brjóta plexíglerið og sprungur komu í gluggakarminn. Hann náði þó ekki að gera gat í gegn þannig að ekki varð breyting á loftþrýstingi í vélinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump spurður út í hver verður næsti forseti Bandaríkjanna – „Hann er vel hæfur“

Trump spurður út í hver verður næsti forseti Bandaríkjanna – „Hann er vel hæfur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi „stal“ ítrekað öðru sæti – Vildi ekki sitja hjá eiginmanninum

Flugfarþegi „stal“ ítrekað öðru sæti – Vildi ekki sitja hjá eiginmanninum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi

Enn banvænna afbrigði af apabólu fannst á Írlandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu

Harmleikurinn í Örebro breytti Svíþjóð að eilífu