fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Pressan

Vill kaupa 1,4 milljón tonn af rusli í von um að finna harða diskinn sem inniheldur hundrað milljarða í bitcoin

Pressan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmur áratugur er liðinn frá því að rafmyntir gerðu fyrst allt vitlaust í heiminum, þá einkum rafmyntin Bitcoin sem hefur gert marga að milljónamæringum, einkum þá sem voru fljótir að stökkva á vagninn og óráði líklega ekki sjálfum fyrir því hvað þeir myndu græða. Aðrir voru svo ekki nógu þolinmóðir og losuðu sig við rafmyntina rétt áður en hún fór á flug, þessir aðilar eiga líklega enn erfitt með svefn. Svo eru aðilar eins hugbúnaðar verkfræðingurinn James Howells. Howells safnaði að sér nokkuð mikið af bitcoin árið 2009 þegar rafmyntin var enn splunkuný og verðmæti hennar lítið. Á þessum tíma var lítið hægt að gera við myntina annað en að geyma hana. Þarna var fólk ekki komið með þar til gerð rafræn veski í farsíma heldur komu sér upp veskjum á tölvum sínum eða geymdu á sérstökum hörðum diskum.

Howells kom rafmyntinni sinni, 8 þúsund bitcoins, fyrir á hörðum disk. Árið 2013, þegar bitcoin var komið á mikið flug, uppgötvaði hann svo sér til skelfingar að þáverandi kærasta hans hafði fundið harða diskinn, hélt þetta væri drasl, og henti honum í ruslið.

8.000 bitcoins eru í dag metnir á tæpar 780 milljónir dala, eða tæpa 110 milljarða króna.

Frá árinu 2013 hefur Howells barist fyrir því að endurheimta harða diskinn en talið er að hann sé grafinn í landfyllingu í Newport í Wales. Hann tilkynnti í nóvember á síðasta ári að hann væri nú að gera lokaatlögu sína í að reyna að finna fjársjóðinn með því að fá leyfi til að grafa í landfyllingunni, nokkuð sem yfirvöld höfðu ítrekað neitað honum um. Hann leitaði til dómstóla til að fá þeirri ákvörðun hnekkt en bar ekki erindi sem erfiði.

Dómari vísaði máli hans frá sem og kröfu hans um að fá 100 milljarða í skaðabætur út af töpuðum auðæfum sínum. Dómari tók fram að það væri enginn raunhæfur möguleiki fyrir hann að vinna mál sitt enda rúmur áratugur liðinn síðan harði diskurinn endaði í ruslinu.

Það sem verra er að nú hafa yfirvöld á svæðinu ákveðið að loka þessum ruslahaug á þessu ári eða næsta til að koma þar upp sólorkuveri. Howells er vægast sagt í rusli yfir þessum áformum og segist nú tilbúinn að kaupa ruslahauginn til að eiga enn möguleika á að finna lukkupottinn sinn.

Hann ætlar líka að áfrýja ákvörðun dómara um að vísa máli hans frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“

Svaf hjá 1.000 körlum á einum degi – „Maðurinn minn er stoltur af mér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams

Fituhlunkur kom í veg fyrir tónleika Bryan Adams
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær konur létust þegar eitrað var fyrir veggjalús á gistiheimili

Tvær konur létust þegar eitrað var fyrir veggjalús á gistiheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun

Mál USAID sláandi dæmi um dreifingu falsfrétta – Fullyrðingarnar sem standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira