Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út, en þátturinn kemur út vikulega á 433.is í umsjá Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar.
Í þætti dagsins hita þeir vel upp fyrir leik Víkings gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni annað kvöld.
Þá er farið yfir fréttir vikunnar og ýmislegt annað. Loks hringja Helgi og Hrafnkell til Sádi-Arabíu í landsliðsfyrirliðann Jóhann Berg Guðmdsson, sem spilar með Al-Orobah.
Horfðu á þáttinn í spilaranum eða hlustaðu hér neðar, sem og á helstu hlaðvarpsveitum.