Árið 2017 heimsótti hún rauða vatnið við Mitsero í Kýpur. Nafnið er tilkomið eftir að stór gígur myndaðist á svæðinu vegna yfirgefinnar koparnámu og fylltist gígurinn með regnvatni.
Þegar þau komu að vatninu sagði kærasti hennar í gríni: „Svona er þetta í þáttum um morðmál.“
Seinna í myndbandinu sagði Sarah: „Ég finn bara fyrir dauðanum í loftinu.“
Þau höfðu ekki hugmynd um að þau höfðu rétt fyrir sér, en parið komst ekki að sannleikanum fyrr en tveimur árum síðar.
Í myndbandinu má sjá Söruh við vatnið og í vatninu má sjá eitthvað fljóta, hún hélt að þetta væri trjágrein og spáði ekki neitt í því.
Tveimur árum síðar var raðmorðingi í Kýpur handtekinn og játaði hann að hafa myrt tvö börn og fimm konur.
Hann sagðist hafa losað sig við líkin í rauða vatnið í Mitsero og notað ferðatöskur við verknaðinn.
Samkvæmt Washington Post fundu yfirvöld töskur í vatninu. Sarah Funk skoðaði myndbandið sitt betur og myndefni sem hún birti ekki á sínum tíma. Hún áttaði sig þá á því að hluturinn í vatninu væri líklegast ekki trjágrein, heldur ferðataska.
Hún skrifaði bloggfærslu um málið: „Ég heimsótti rauða vatnið í júní 2017 og tók upp myndband. Það var smá undarlegt andrúmsloft þarna en ég tók ekki eftir neinu óvenjulegu. Þetta er hræðilegt og ég er miður mín fyrir fjölskyldur fórnarlambanna.“