fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Ferðabloggari tók upp myndband á vinsælum stað – Tveimur árum síðar komst hryllilegur sannleikur í ljós

Fókus
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 21:00

Mynd/Sarah Funk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sarah Funk hefur verið ferðabloggari um árabil. Hún nýtur vinsælda á YouTube og Instagram og leyfir áhugasömum að fylgjast með ferðalögum sínum.

Árið 2017 heimsótti hún rauða vatnið við Mitsero í Kýpur. Nafnið er tilkomið eftir að stór gígur myndaðist á svæðinu vegna yfirgefinnar koparnámu og fylltist gígurinn með regnvatni.

Þegar þau komu að vatninu sagði kærasti hennar í gríni: „Svona er þetta í þáttum um morðmál.“

Seinna í myndbandinu sagði Sarah: „Ég finn bara fyrir dauðanum í loftinu.“

Mynd/Sarah Funk
Mynd/Sarah Funk

Þau höfðu  ekki hugmynd um að þau höfðu rétt fyrir sér, en parið komst ekki að sannleikanum fyrr en tveimur árum síðar.

Raðmorðingi losaði sig við lík

Í myndbandinu má sjá Söruh við vatnið og í vatninu má sjá eitthvað fljóta, hún hélt að þetta væri trjágrein og spáði ekki neitt í því.

Tveimur árum síðar var raðmorðingi í Kýpur handtekinn og játaði hann að hafa myrt tvö börn og fimm konur.

Hann sagðist hafa losað sig við líkin í rauða vatnið í Mitsero og notað ferðatöskur við verknaðinn.

Mynd/Sarah Funk

Samkvæmt Washington Post fundu yfirvöld töskur í vatninu. Sarah Funk skoðaði myndbandið sitt betur og myndefni sem hún birti ekki á sínum tíma. Hún áttaði sig þá á því að hluturinn í vatninu væri líklegast ekki trjágrein, heldur ferðataska.

Hún skrifaði bloggfærslu um málið: „Ég heimsótti rauða vatnið í júní 2017 og tók upp myndband. Það var smá undarlegt andrúmsloft þarna en ég tók ekki eftir neinu óvenjulegu. Þetta er hræðilegt og ég er miður mín fyrir fjölskyldur fórnarlambanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“

„Þetta er símtal sem ég myndi ekki vilja óska neinum að fá“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“