Leikmenn Manchester United eru farnir að efast mikið um Ruben Amorim og kerfið hans 3-4-2-1. Þessu heldur Daily Mail fram.
Leikmenn eiga að hafa rætt þetta sín á milli og einnig við fólk sem ræður hjá félaginu.
Gengi United hefur verið hörmulegt eftir að Amorim tók við United í nóvember, honum hefur ekki tekist að koma United á skrið.
Amorim fær næsta sumar til að skipta leikmönnum út sem henta kerfinu hans betur.
Amorim hefur látið vita af því að kerfinu verði ekki breytt og að hann muni falla á eigið sverð ef hann á að falla.