fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verð á dagvöru fer hækkandi og hefur dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins hækkað um 0,22% milli mánaða. Þetta er samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ sem vísað er til í tilkynningu frá sambandinu.

Dagvöruvísitalana skoðar verðlagshækkun miðað við meðalverð hvers mánaðar. „Ef horft er á nýjustu gögn, sem undanskilja til dæmis heilsudaga í Nettó, er hækkun frá janúar um 0,62%. Hér er um nokkurn viðsnúning að ræða frá mælingu eftirlitsins í síðustu viku þegar mánaðarhækkun mældist um núll,“ segir í tilkynningu ASÍ.

Bent er á það að frá undirritun kjarasamninga í mars síðastliðnum hafi mánaðarhækkun í Krónunni nær undantekningarlaust verið minni en í Bónus. Í nýjustu tölum í febrúar er þessi mynd aðeins breytt. Sem stendur er mánaðarhækkun Krónunnar frá janúar meiri en í Bónus. Verðlag í Krónunni hefur hækkað um 0,64% frá janúar og um 0,58% í Bónus. Hækkun milli mánaða er að heilsudögum loknum er um 0,8% í Nettó.

Hlutfall hækkana var mun hærra í nóvember

Hækkun á dagvöruverði í Krónunni og Bónus skýrist af verðhækkun á um 7% af vöruúrvalinu, að sögn ASÍ. „Í janúar nam hlutfall hækkana 8% en að jafnaði hækkaði verð á í kringum 5% af vöruúrvali í mánuði hverjum á fyrri helmingi síðasta árs. Verðhækkanir síðasta haust voru nokkuð almennar en í nóvember síðastliðnum mældi verðlagseftirlitið hæstu mánaðarhækkun á dagvöruvísitölunni hingað til frá undirritun kjarasamninga í mars. Hlutfall vara sem hækkaði í verði í Bónus og Krónunni var þá 20%.

Hækkanirnar eru því ekki á jafn breiðum grunni nú og í nóvember. Engu að síður mælast hækkanir á fjölda vöruflokka sem skýrist líklega af árstíðarbundnum hækkunum í byrjun árs. Þeir flokkar sem vega þyngst í hækkun vísitölunnar frá janúar eru tilbúnir réttir, sælgæti og fuglakjöt. Einn flokkur, ávextir, hefur áhrif til lækkunar. Í Krónunni er talsverð hækkun í flokknum ostar, og í Bónus í flokknum grænmeti ræktað vegna ávaxtar. Er hér miðað við nýjustu gögn, ekki meðalgögn febrúarmánaðar,“ segir ASÍ í tilkynningu sinni.

Innfluttur ostur og tómatar sveiflast í verði

Í tilkynningu ASÍ eru nokkrar vöru nefndar sem kenna má um febrúarhækkanirnar. Má þar nefna Arla Havarti ost, sem hækkaði um 23% í byrjun mánaðar í Krónunni eftir að hafa lækkað jafnt og þétt frá ágúst. Sami ostur hefur sömuleiðis lækkað frá ágúst í Bónus, en ekki hækkað í febrúar. Président Brie „sterkari“ var seldur á lækkuðu verði í Krónunni í janúar en er nú aftur á fyrra verði, 43% dýrari. Tómatar í lausu hækkuðu um 63% milli mánaða í Bónus. Í Krónunni er verðið á tómötum í lausu óbreytt frá jólum.

Miklar verðhækkanir á Holta kjúklingi

Þá er bent á að Holta kjúklingur hafi hækkað í verði en að sögn ASÍ er Holta með þeim framleiðendum þar sem verð hækkar mest frá janúar. Holta heimshorna tilbúinn kjúklingur í Krónunni hefur hækkað um 5-14% frá janúar. Tilbúnir réttir frá 1944 hækka um sirka 2% frá janúar, bæði í Bónus og Krónunni. Júmbó langlokur í Bónus og Sóma samlokur í Krónunni hækka um 1% að jafnaði.

Auk tilbúinna rétta hækkar ferskt kjúklingakjöt – Holta kjúklingur í Krónunni um rúm 5% að jafnaði, Ali kjúklingur í Krónunni um tæplega 3% og Ali kjúklingur í Bónus í flestum tilfellum um nálægt 4,5%.

Enn hækkar sælgæti í verði

Þá bendir ASÍ á að auk tilbúinna rétta og kjúklings hækki verðlag í einum veigamiklum flokki til viðbótar; sælgæti. „Þar er vagninn dreginn af Kólus, en Þrista-stubbar hækka um 17% í Krónunni og Bónus og Þrista-kúlur um 14% bæði í Bónus og Krónunni. Kúlu-súkk hækkar um tæp 16% í Bónus og Krónunni. Freyju rískubbar hækka í annað skipti á árinu í Krónunni og hafa hækkað um rúman fjórðung í verði frá áramótum. Ýmsar vörur frá Góu-Lindu hækka í Bónus og Krónunni um 4-11%.“

Ávextir lækka

ASÍ segir að lokum að þótt heilsutengdum útsölum sé flestum lokið megi spara einhverjar krónur á því að skipta út sælgæti fyrir ávexti. Pink Lady epli í Bónus lækka um 17% og um 14% í Krónunni. Aðrir ávextir sem lækka í verði eru mangó (Krónan, 7%), Kiwi (Bónus, 10%), kiwi (Krónan, 11%) og rauð vínber (Bónus, 10%).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Í gær

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“