Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Sviss og Frakklandi í Þjóðadeild UEFA.
KSÍ staðfesti tíðindin í dag, en hún kemur inn í hópinn fyrir Amöndu Andradóttur sem getur ekki tekið þátt vegna meiðsla.
Ísland mætir Sviss 21. febrúar og Frökkum 4 dögum síðar. Báðir leikir fara fram ytra.
Noregur er einnig í riðli Íslands í Þjóðadeildinni, en Ísland mætir einmitt Sviss og Noregi líka í lokakeppni EM í sumar.
Ásdís Karen Halldórsdóttir hefur verið kölluð inn í hóp A kvenna fyrir leikina tvo gegn Sviss og Frakklandi í Þjóðadeild UEFA.
Amanda Jacobsen Andradóttir getur ekki tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla.#viðerumísland pic.twitter.com/Li1uWOuqZe
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 12, 2025