fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Lenda í vanskilum vegna Þórkötlu – Margir sagðir íhuga stöðu sína

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjötta tug fasteignaeigenda í Grindavík eru nú sagðir íhuga stöðu sína þar sem þeir telja að fasteignafélagið Þórkatla og Náttúruhamfaratrygging Íslands hafi brotið á rétti þeirra.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Fasteignafélagið Þórkatla var stofnað fyrir ári síðan og er tilgangur þess að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun íbúðarhúsnæðis í Grindavík.

Morgunblaðið ræðir í dag við Telmu Sif Reynisdóttur, lögmann hjá Novum lögfræðiþjónustu, sem segir að fyrirtækið sé meðal annars með mál þar sem Þórkatla hefur ekki viðurkennt kröfur um dráttarvexti vegna greiðsludráttar.

„Þegar greiðsludráttur verður hjá Þórkötlu leiðir það til greiðsludráttar hjá okkar umbjóðendum sem síðan hafa þurft að greiða dráttarvexti til seljenda í sínum fasteignaviðskiptum,“ segir Telma.

Þannig séu dæmi um að Þórkatla hafi gert breytingar á greiðslufyrirkomulagi frá því sem fram kemur í kaupsamningi. Bent er á það í umfjöllun Morgunblaðsins að venjulega sé afsal undirritað og millifærsla framkvæmd á fasteignasölunni samtímis. Þórkatla hafi aftur á móti tekið sér vald til að greiða afsalsgreiðsluna allt að fimm dögum eftir þinglýsingu afsals. Þá leggi félagið til í svokölluðu lögskilauppgjöri að seljendur samþykki að greiðslan dragist.

Segir Telma að ef fólk skrifar undir afsalið og lögskilauppgjörið án þess að skoða textann vel eigi það á hættu að afsala sér kröfu um dráttarvexti á hendur Þórkötlu.

„Þol­in­mæði okk­ar um­bjóðenda er á þrot­um þegar þeir verða fyr­ir fjár­tjóni í fast­eignaviðskipt­um við fast­eigna­fé­lag, sem ætti að vera sér­stak­lega meðvitað um skuldbinding­ar­gildi samn­inga,“ segir Telma við Morgunblaðið þar sem ítarlega er fjallað um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“

Anna Kristín varpar ljósi á stöðuna í skúrnum: „Nema svo byrja þeir að stela hlut­un­um okk­ar þarna“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skýra frá rosalegu mannfalli Rússa

Skýra frá rosalegu mannfalli Rússa
Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Í gær

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konan sem felldi prinsinn er látin

Konan sem felldi prinsinn er látin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“