„Látið flæða“ svo allir noti alla krafta sína í að komast þurrum fótum í land í staðinn fyrir að mótmæla. Þetta hefur verið taktík Trump allt frá því að hann steig fyrst fæti inn í Hvíta húsið í janúar 2017.
Hann hefur nýtt sér þessa aðferð af miklum krafti síðan hann tók aftur við forsetaembættinu í janúar síðastliðnum og grípur til aðgerða og segir svo margt að meira að segja nánustu samstarfsmenn hans eiga erfitt með að halda í við hann.
Það átti svo sannarlega við þegar hann viðraði þá hugmynd að Bandaríkin taki Gaza yfir og breyti svæðinu í rívíeru Miðausturlanda. Eini maðurinn sem var ánægður með þessa tillögu var Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sem stóð við hlið Trump þegar hann kynnti þessa hugmynd sína.
Öðrum var brugðið og trúðu varla eigin eyrum.
Með hryðjuverkasamtökin Hamas í fararbroddi, var þessari hugmynd Trump sturtað niður í holræsakerfið í arabaheiminum á næstu klukkustundum og hún sagði óásættanlegt form þjóðernishreisana.
Eins og svo oft áður, þá þurftu ráðgjafar Trump að hafa hraðar hendur við að reyna að milda ummæli hans og útskýra hvað hann átti við.
Karoline Leavitt, talskona hans, sagði að hugmyndin gengi út á að flytja Palestínumenn tímabundið til Egyptalands og Jórdaníu. Rétt er að hafa í huga að Trump sagði sjálfur „til frambúðar“.
Hún sagði einnig að Trump væri ekki að skuldbinda sig til að senda bandaríska hermenn til Gaza en Trump sagði einmitt að það myndi hann gera af nauðsyn krefði.