fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Segja að Musk geti verið ástæðan fyrir hremmingum Tesla

Pressan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 07:00

Tesla er vinsæl tegund rafbíla en salan hefur dregist mikið saman í Evrópu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gengur ekki eins vel hjá Tesla í Evrópu og áður. Í samanburði við janúar á síðasta ári, þá minnkaði salan í álfunni um 50% í janúar á þessu ári.

Þetta kemur fram í samantekt Electrek.

Elon Musk, ríkasti maður heims, á Tesla og segja miðlar á borð við Financial Times, Electrek og Bloomberg að hugsanlega megi skýra sölusamdráttinn með tilraunum Musk til að hafa áhrif á evrópsk stjórnmál.

Jan Lang, markaðssérfræðingur hjá danska vefnum Bilbasen, sagði í samtali við TV2 að sífellt fleiri bílasalar, sem hann talar við, skýri frá sömu upplifun sinni. Fyrstu dæmin hafi komið fram í ágúst á síðasta ári og hafi síðan haldið áfram. Fólk komi og skoði Tesla hjá þeim en ákveðið síðan að kaupa aðra tegund vegna þróunar mála í Evrópu og aðkomu Musk að þeirri þróun.

Í janúar 2025 dróst salan mikið saman í mörgum löndum samanborið við janúar 2024.

Í Þýskalandi um 59,5%.

Í Bretlandi um 18,2%.

Í Frakklandi um 63,4%.

Í Hollandi um 42,5%.

Í Noregi um 40,2%.

Á Spáni um 75,4%.

Í Svíþjóð um 46%.

Í Danmörku um 40,9%.

Í Portúgal um 31%.

 Lang sagði einnig að margir velji aðrar tegundir vegna vandamála sem hafa komið upp með Teslur. Til dæmis tæknileg vandamál, sem hafa gert vart við sig í mörgum bílum, og erfiðleika við að koma þeim í gegnum lögbundna skoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu líkamshluta í ferðatösku

Fundu líkamshluta í ferðatösku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi