fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Pressan

Sundkennarinn reyndist blautur að innan og utan

Pressan
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 04:15

Mynd úr safni. Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sundkennari, sem datt ítrekað út í sundlaugina, reyndist vera nánast jafn votur að innan sem utan því hann hafði drukkið úr rósavínsflösku áður en kennslustundin hófst. Hann hefur nú verið sviptur kennsluréttindum.

Kennarinn, sem heitir Liam Knight“ var þvoglumæltur, með blóðhlaupin augu og gat ekki einbeitt sér eða haldið áttum þegar hann var að kenna ungum börnum sund í Drayton Junior School, sem er nærri Norwich í Norfolk á Englandi.

Þetta kom fram þegar mál hans var tekið fyrir hjá eftirlitsnefnd með kennurum. Þar kom einnig fram að rósavínsflaska, sem Knight hafði drukkið úr, hafi fundist inni á salerni kennara eftir að gripið var inn í atburðarásina í sundlauginni.

Knight hóf störf við skólann í september 2023 og aðeins mánuði síðar tók hann áfengi með í vinnuna. Þess utan tók hann lyf sem hann skýrði yfirmönnum sínum ekki frá. Þessi lyf gerðu hann sljóan.

Knight viðurkenndi að hafa tekið lyfin sína og drukkið áfengi áður en sundkennslan hófst. Hann sagðist ekki muna nákvæmlega hversu mikið hann hefði drukkið en líklega hefði hann drukkið af stút.

Þegar kennslustundin hófst var hann óstöðugur á fótunum, átti í erfiðleikum með að tala skýrt og gat ekki einbeitt sér eða haldið áttum.  Hann játaði að hafa ekki verið í ástandi til að kenna sund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu líkamshluta í ferðatösku

Fundu líkamshluta í ferðatösku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina

Auknar líkur á að 90 metra langur loftsteinn lendi í árekstri við jörðina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir

Svikin hrottalega af manni sem hún taldi vera vin sinn – Breytti góðum minningum í martraðir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings

Tímavélin: Óhugnaður á íslenskum sveitabæ – Tekinn af foreldrum sínum og sendur beint í greipar níðings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bæði kynin dragast að klámi

Bæði kynin dragast að klámi