„Mér finnst Mainoo gjörsamlega týndur,“ segir Paul Scholes um miðjumann Manchester United sem verið hefur í brekku hjá Ruben Amorim.
Mainoo blómstraði undir stjórn Erik ten Hag á síðustu leiktíð en hefur ekki fundið sama taktinn á þessu tímabili.
„Ég hef talað um að Declan Rice hafi verið týndur á vellinum, mér finnst Mainoo í sömu stöðu. Þeir vita ekki hvað þeir vilja gera við hann.“
Scholes telur stóra vandamálið vera að Mainoo er ekki nógu mikill íþróttamaður.
„Ég held að hann viti ekki hvar hann sé bestur því þeir láta hann flakka reglulega á milli þess að spila á miðjunni, sem tía eða jafnvel sem fremsti maður. Hann er ekki frábær íþróttamaður,“ segir Scholes og á þar við líkamlegt atgervi Mainoo.
„Hann er frábær í fótbolta og líklega bestur fyrir aftan framherjann en aldrei í lífinu sem fremsti maður.“