fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Særðir rússneskir hermenn fluttir til Norður-Kóreu

Pressan
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 14:42

Kim Jong-Un og Pútín heilsast í heimsókn þess fyrrnefnda til Rússlands í september 2023.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa meðhöndlað nokkur hundruð rússneska hermenn sem særst hafa í innrásarstríðinu við Úkraínu síðustu mánuði.

Þetta staðfestir sendiherra Rússa í Norður-Kóreu, Alexander Matsegora, í samtali við ríkisrekna rússneska fjölmiðilinn Rossiyskaya Gazeta.

Rússar og Norður-Kóreumenn eru bandamenn á ýmsum sviðum og er skemmst að minnast þess þegar um 12 þúsund norðurkóreskir hermenn voru sendir til að aðstoða Rússa í stríðinu í Úkraínu.

Hétu leiðtogar ríkjanna tveggja, Vladimír Pútín og Kim Jong-Un, að þjóðirnar kæmu hvor annarri til aðstoðar ef ráðist yrði á þær.

Í viðtalinu við Alexander kom fram að nokkur hundruð hermenn hefðu dvalið í góðu yfirlæti á sjúkrastofnunum í Norður-Kóreu eftir að hafa slasast. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um fjölda eða hvernig áverka hermennirnir voru með.

Segir Alexander að til marks um vináttu þjóðanna hafi Norður-Kóreumenn orðið móðgaðir þegar Rússar fóru fram á að borga fyrir dvöl rússnesku hermannanna. „Þeir báðu okkur vinsamlegast um að gera það ekki aftur,“ sagði hann.

Rússar eru sagðir útvega Norður-Kóreumönnum ýmsar nauðsynjar eins og kol, mat og lyf í skiptum fyrir til dæmis skotfæri og hermenn sem Norður-Kóreumenn hafa útvegað.

Í frétt CNN kemur fram að ýmsir efist um orð Alexanders enda hafi rússneski herinn ekki sýnt hermönnum sínum mikla væntumþykju í stríðinu til þessa. Í tilkynningu sem stofnunin The Institute for the Study of War sendi frá sér á mánudag kom til dæmis fram að herinn hefði sent slasaða hermenn aftur á vígvöllinn. Þá er þess getið í frétt CNN að sjúkrahús í Norður-Kóreu séu ekki sérstaklega vel tækjum búin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun