Guðrún Karítas Sigurðardóttir, sóknarmaður Fylkis, og Emil Ásmundsson miðjumaður Fylkis eiga von á sínu öðru barni í ágúst næstkomandi. Frá þessu er sagt á samfélagsmiðlum Fylkis.
Þau greina frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram. „Fylkir óskar þeim innilega til hamingju,“ segir þar einnig.
Guðrún Karítas sem er 29 ára á árinu verður því ekkert með Fylki í sumar en hún á að baki 69 leiki og 38 mörk fyrir félagið.
Emil sem er þrítugur á að baki 167 leiki og 23 mörk fyrir Fylki, þar af 81 leik og 10 mörk í efstu deild.