Newcastle er að vinna kapphlaupið um efnilega Spánverjann Antonio Cordero hjá Malaga.
Cordero er aðeins 18 ára gamall og verður samningslaus í sumar. Barcelona og Real Madrid hafa bæði verið á höttunum eftir honum.
Daily Mail segir hins vegar að Newcastle sé líklega að landa Cordero á frjálsri sölu í sumar, í kjölfar þess að leikmaðurinn og fulltrúar hans heimsóttu félagið.
Cordero er kantmaður sem hefur komið að tíu mörkum með Malaga í spænsku B-deildinni á leiktíðinni.
Cordero, sem er hann U-19 ára landsliðsmaður Spánar, verður sennilega lánaður út á sinni fyrstu leiktíð á norðurhluta Englands.