fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fókus

Tönyu var rænt af öryggisverði skólans – Opnar sig um martröðina og hvernig hún komst undan tíu árum seinna

Fókus
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tanya Kach var fjórtán ára þegar Thomas Hose, öryggisvörður skóla hennar, rændi henni árið 1996. Næstu tíu árin voru hreint helvíti og beitti hann hana skelfilegu ofbeldi.

Það var starf mannsins að passa upp á hana og aðra nemendur skólans, hann átti að vernda börnin gegn ógn, en það sem enginn vissi var að hann var ógnin. Hann var martröðin sem beið Tönyu þennan örlagaríka dag, 10. febrúar 1996.

Áður en Tönyu var rænt hafði verið erfitt heima fyrir. Faðir hennar, Jerry Kach, og kærasta hans, JoAnn, voru sífellt að rífast og langaði stúlkunni í frið. Hún eignaðist nýjan vin sem henni fannst hún geta talað við, Thomas Hose. Hann var 38 ára gamall og öryggisvörður í skólanum. Thomas tældi (e. groomed) Tönyu og gaf henni falskar vonir um betra líf. Hann lofaði öllu fögru og bauðst til að hjálpa henni að strjúka að heiman.

Tanya hafði áður strokið að heiman og alltaf snúið aftur. Það tók því faðir hennar fjóra daga að tilkynna hvarf hennar. Fyrst um sinn hafði Thomas ráðstafað samanstað fyrir Tönyu heima hjá vinkonu hans. Vinkonan litaði hár Tönyu og var hún þar í nokkrar vikur. Tanya segir frá því í viðtali við People að þar hafi Thomas nauðgað henni í fyrsta skipti. Hann hafði gefið henni áfengi og beðið þar til hún yrði ölvuð til að ráðast á hana.

Síðan fór Thomas með hana heim til sín þar sem hann bjó ásamt öldruðum foreldrum sínum og 22 ára syni. Hann skipaði Tönyu að yfirgefa ekki herbergi hans því enginn mátti sjá eða heyra til hennar. Hún þurfti að gera þarfir sínar í fötu og var föst í herberginu. Einu skiptin sem hún fékk að fara fram var á næturnar og þá fylgdi Thomas henni í sturtu. Það rann smám saman upp fyrir henni að hún hefði gert hræðileg mistök og myndi hugsanlega aldrei sjá fjölskyldu sína framar.

Thomas hótaði henni enn frekari ofbeldi, hann sagðist ætla að myrða hana og fjölskyldu hennar ef hún myndi reyna að flýja.

Fyrstu árin var Tanya mjög einangruð og fékk aðeins að umgangast Thomas. Fjórum árum seinna, þegar Tanya var 18 ára, taldi hann sig hafa nógu gott tak á Tönyu til að hleypa henni út, en þessi fjögur ár læst inni með honum höfðu heilaþvegið hana. Hann sagði að nú héti hún Nikki Allen og kynnti hana sem slíka fyrir foreldrum sínum. Hann sagði að „Nikki“ væri nýja kærasta hans og þau væru að hefja sambúð og hún myndi flytja inn.

Tanya Kach's life in captivity to be focus of Lifetime movie
Tanya Kach í dag.

Með tímanum byrjaði Thomas að treysta Tönyu meira og fékk hún vinnu í lítilli matvöruverslun. Eigendur verslunarinnar voru hjón og sá hún hvernig þau komu fram við hvort annað og hvernig heilbrigð samskipti og sambönd eru í raun og veru. Það gaf henni hugrekki að segja þeim sitt raunverulega nafn og var það upphafið að endalokum á þessari skelfilegu martröð

Hjónin hringdu á lögreglu og var Tönyu loksins bjargað, þá var hún orðin 24 ára gömul.

Thomas var sóttur til saka en fékk aðeins fimmtán ára fangelsisvist og lauk afplánun sinni fyrir þremur árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“

Móeiður lætur aldurinn og álit annarra ekki stoppa sig og tekur þátt í Ungfrú Ísland – „Þú getur verið gordjöss og flott á öllum aldri“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Treður upp í Hörpu og í kjölfarið á West End

Treður upp í Hörpu og í kjölfarið á West End
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans

Kanye West segist glíma við einhverfu – Bianca opnaði augu hans