fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 11:00

Jón Þröstur Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn telur ólíklegt að Jón Þröstur Jónsson, sem hvar í Dyflinni á Írlandi í febrúar árið 2019, hafi fyrirfarið sér. Segir hann engar vísbendingar vera um að Jóm Þröstur hafi viljað skaða sig.

Þetta kemur fram í frétt á RÚV sem unnin er upp úr hlaðvarpi um hvarf Jóns Þrastar.

Karl Steinar fór fyrir sendinefnd íslensku lögreglunnar sem fór til fundar við kollega sína á Írlandi í kjölfar hvarfs Jóns Þrastar. „Þeim fannst líklegast að Jón hefði gengið í sjóinn. Þess vegna ákváðu þeir að hætta meira eða minna eftirgrennslan, nema ef eitthvað nýtt ræki á fjörur þeirra. Þannig var staðan á þessum tímapunkti,“ segir Karl Steinar í hlaðvarpinu.

Karl Steinar telur að Jón Þröstur hafi annaðhvort látið sig hverfa eða honum hafi verið ráðinn bani. Hann telur ólíklegt að hann hafi fyrirfarið sér en þó ekki útilokað.

„En tilfinning mín sem lögreglumaður er að ekkert bendi til að hann hafi skaðað sjálfan sig. Það er auðvitað möguleiki, það er aldrei hægt að þvertaka fyrir slíkt. En ég myndi frekar vilja segja að annað En ég myndi frekar segja að annað hvort gerði einhver Jóni eitthvað, eða að hann kaus að láta sig hverfa,“ segir Karl Steinar.

Í viðtali sem DV tók við móður Jóns Þrastar, Hönnu Björk Þrastardóttur, nokkrum mánuðum eftir hvarf hans, hallaðist hún að því að hann hefði tekið eigið líf.

Sjá einnig: Móðir Jóns Þrastar telur að hann hafi tekið afdrifaríka ákvörðun:„Ég veit í hjarta mínu hvað gerðist“

„Auðvitað veit ég þetta ekki fyrir víst en ég get þó sagt að í hjarta mér veit ég hvað gerðist en ég get ekki sannað það. Staðreyndirnar tala líka sínu máli. Hann var með peninga á sér og greiðslukort en greiðslukortin hafa ekki verið hreyfð síðan. Þetta var um hábjartan dag og það voru margir á ferli í borginni. Hann þekkti engan þarna. Ég held að enginn hafi unnið honum mein. Það er sagt að hann hafi verið með mikla peninga á sér, það liggur reyndar ekkert fyrir um það, en hafi svo verið þá vissi enginn um það og var ekki ástæða til að ráðast á hann. Hann Jón minn var stór og stæðilegur og hann var ekki að fara að láta neinn yfirbuga sig upp úr þurru úti á götu. En ég held líka að hann sé ekki á meðal okkar lengur og að hann hafi tekið hræðilega ákvörðun,“ sagði Hanna Björk í þessu viðtali.

Í þessari grein er fjallað um mögulegt sjálfsvíg. Þeim sem eiga um sárt að binda er bent á hjálparsíma Rauða krossins, 1717.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“
Fréttir
Í gær

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“
Fréttir
Í gær

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“