fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Girls Gone Wild martröðin – „Ég var í áfalli, eiginlega í afneitun“

Fókus
Þriðjudaginn 11. febrúar 2025 10:29

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1997 kom út fyrsta Girls Gone Wild myndbandsspólan. Tveimur árum seinna hafði fyrirtækið grætt tæplega þrjá milljarða króna og árið 2001 hafði það selt yfir 4,5 milljónir myndbanda og DVD-diska.

Þetta var vissulega farsælt viðskiptaævintýri fyrir Joe Francsis, stofnanda Girls Gone Wild, en kostnaðurinn var hár. Þetta hafði skelfileg áhrif á líf margra ungra kvenna, en það sem Girls Gone Wild (GGW) myndböndin gengu út á var að taka upp ölvaðar ungar konur, oft á tíðum stúlkur undir lögaldri, bera á sér brjóstin.

Joe Francis. Mynd/Getty Images

Myndböndin voru umdeild, enda voru margar stúlknanna of ölvaðar til að samþykkja eða gera sér grein fyrir afleiðingunum. Ein kona segir frá því að hún hafði ekki haft hugmynd um að þetta myndi ásækja hana næstu 20 árin. Það var mikið um að ungar stúlkur, stundum of ungar, væru fyrir barðinu á Joe Francis og teyminu í kringum hann, en þeir voru sóttir til saka fyrir að taka upp efni af stúlkum undir átján ára og dreifa því.

Peacock gerði nýlega heimildarþætti um þetta fíaskó, Girls Gone Wild: The Untold Story.

Í þáttunum er rætt við konu, sem var í einu Girls Gone Wild myndbandi, en hún man ekkert eftir því vegna mikillar áfengisneyslu.

„Ég gaf þeim samþykki í mynd, en ég man ekkert eftir því að hafa talað við einhvern í mynd. Ég var í áfalli, eiginlega í afneitun. Það getur ekki verið að þetta sé ég, þetta er ekki ég. Og… síðan áttar þú þig á því, hólí sjitt, þetta er ég,“ segir hún.

Það var eins og bolti væri farinn af stað sem var engin leið að stoppa. Eftir nokkrar vikur vissu allir sem þekktu hana að hún væri berbrjósta í Girls Gone Wild myndbandinu. Ekki nóg með það, þá var hún sett framan á spóluna.

„Þá varð allt verra fyrir mig,“ segir hún.

@oxygennetwork Two decades after the 1997 release of Girls Gone Wild, the women featured have come forward to reveal the dark secrets of the franchise. Catch Peacock’s Girls Gone Wild: The Untold Story, tonight, Sunday at 10/9c on Oxygen True Crime. #TrueCrime #CrimeTok ♬ original sound – Oxygen True Crime

Joe Francis var vinur margra frægra einstaklinga. Mynd/Getty Images

Joe Francis var mikið með stjörnunum og fræga fólkinu. En hann endaði með að flytja til Mexíkó til að flýja lagaleg vandræði og er búsettur þar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“

Áhorfendur Ofurskálarinnar gáttaðir á útliti Tom Cruise – „Hvað kom fyrir andlitið hans?“
Fókus
Í gær

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“
Fókus
Í gær

Hefur mennsk losun gróðurhúsalofttegunda lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar?

Hefur mennsk losun gróðurhúsalofttegunda lítil sem engin áhrif á hitastig jarðar?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum

Skemmtilegt myndband sýnir sundkennara kenna nemendum í Reykjavík sundtökin fyrir rúmum 70 árum