Framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið í brennidepli það sem af er ári, eins og oft áður. Og eins og oft áður eru skoðanir borgarbúa, og landsmanna allra, því flugvöllurinn þjónar öllu landinu, skiptar um hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara frá Vatnsmýrinni.
Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit sem kunnugt er borgarstjórnarsamstarfinu síðastliðinn föstudag og mun ágreiningur um flugvallarmálið hafa verið ein ástæða, en ekki sú eina.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir einhug um það í ríkisstjórn að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni þar til betri kostur finnst. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur sagt að engar áætlanir séu um að völlurinn fari burt og mikilvægt sé að tryggja flugöryggi á þeim tveim flugbrautum sem eru til staðar og taka niður trjágróður þegar þess þarf.
Guðmunda Guðmundsdóttir kemur í grein sinni á Vísi fram með lausnina á flugvallarmálinu. Lausnir sem hún segir eiga eftir að spara þjóðinni helling af peningum.
Lausn/ávinningur: nú ef það er málið þá lokum við honum bara og þurfum ekkert að byggja annan, sparar fullt af pening.
Lausn/ávinningur: það verður þá bara að flytja til Reykjavíkur enda nóg af íbúðum þar, og við spörum helling því við þurfum ekki lengur að borga niður ferðakostnað fyrir þau,
Lausn/ávinningur: Við spörum talsvert þar sem við þurfum ekki að lækna fólkið og það þarf ekki að leggjast inn á spítala, þá höfum við nóg pláss á spítalanum og það sparast allur sá peningur sem færi í læknisaðstoð og umönnun.
Lausn/ávinningur: Ef ástvinurinn fær bara að deyja strax þá spörum við aðstandendum allt álagið og þeir geta bara byrjað að syrgja strax.
Lausn/ávinningur: Í stað þess að fljúga þarf fólk nú að keyra á stóru Bensín/Dísil bílunum sínum 400 til 650 km aðra leið og eru svo að menga á götum Reykjavíkur þegar þangað er komið.“
Eins og lesa má er hér um nokkuð kaldhæðnar lausnir á málinu að ræða, enda segist Guðmunda vera kaldhæðinn flugvallar- og mannvinur.
Guðmunda hefur persónulega reynslu af Reykjavíkurflugvelli sem hún deilir:
„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann þegar hann slasaðist þegar hann var unglingur, ef ég hefði misst hann þá ætti ég ekki ömmustelpu né langömmu stráka. Hugsið ykkur hvað ég hefði sparað mikinn pening og væri alveg frjáls alein í heiminum.“
Guðmunda segir marga lítið hugsa um landsbyggðina í deilumálinu um Reykjavíkurflugvöll.
„Já eins og þið sjáið þá er hellings sparnaður í þessu og fórnarkostnaðurinn lítill, hverjum er ekki sama um þetta landsbyggðar pakk hvort eð er. Hvers vegna vill það búa þar sem engin þjónusta er, eltandi rolluskjátur sem menga helling og slasa sig svo bara við það, miklu betra að búa í Reykjavík þar sem öll þjónusta er og hægt að kaupa matinn í Bónus og ef fólk vill endilega fara út á land nú þá er flugvöllur þar líka, HA! nei hann verður farinn enda þarf ekki innanlandsflug ef enginn býr lengur út á landi. Sniðugt ekki satt.“
Að lokum þá bendir Guðmunda á að trén í Öskjuhlíð geta fengið að vera og jafnvel fjölgað.
„Við gætum gróðursett tré í Öskjuhlíðinni til minningar um alla þá sem var fórnað fyrir nokkur tré og fyrirhugað byggingarland, enda veitir ekki af að byggja meira ef allir af landsbyggðinni sem þurfa læknismeðferð þurfa að flytja til Reykjavíkur því flugvellinum var lokað.“