Bukayo Saka kantmaður Arsenal er að nálgast endurkomu á völlinn og ætti að geta farið að spila á næstunni.
Saka hefur verið frá vegna meiðsla undanfarið og Arsenal hefur svo sannarlega fundið fyrir því.
Hann hefur hins vegar getað æft með liðinu í Dubai síðustu daga og birti mynd af sér í dag sem gerir stuðningsmenn Arsenal spennta.
Þar segist Saka stutt vera í endurkomu sína en sóknarleikur Arsenal byggist að stórum hluta upp á því að Saka sé í gír.
Arsenal er á leið inn í seinni hluta tímabilsins þar sem liðið er enn í Meistaradeildinni og á liðið enn veika von á því að elta Liverpool í ensku deildinni.