fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Sjúkratryggingar Íslands tjá sig um meint brot starfsmanns – „Umfangsmiklar svikagreiðslur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 10. febrúar 2025 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa tjáð sig um meint brot konu í starfi sem ákærð hefur verið fyrir að hafa falsað kröfur í tölvukerfi stofnunarinnar að fjárhæð 156.298.529 krónur. Meint brot konunnar stóðu yfir í 11 ár en hún starfaði sem verkefnastjóri hjá stofnuninni. Héraðssaksóknari hefur nú ákært konuna fyrir skjalafals en synir hennar tveir sem taldir eru hafa tekið þátt í brotunum hafa verið ákærðir fyrir peningaþvætti.

Sjá einnig: Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Í svari SÍ við fyrirspurn DV um málið segir að það hafi komið upp vorið 2024 er starfsmenn SÍ uppgötvuðu misræmi í gögnum. Nánari skoðun hafi leitt til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur:

„Vorið 2024 uppgötvuðu starfsmenn Sjúkratrygginga misræmi í gögnum við greiningar á umfangi og eðli endurgreiðslna vegna erlends sjúkrakostnaðar. Nánari skoðun leiddi til rökstudds gruns um umfangsmiklar svikagreiðslur sem gerðar voru með útgáfu tilhæfulausra reikninga af hálfu starfsmanns Sjúkratrygginga. Þegar var gripið til viðeigandi ráðstafana sem fólu m.a. í sér að kalla til lögreglu sem tók við rannsókn málsins sem nú hefur leitt til ákæru. Málið er nú til meðferðar hjá viðeigandi yfirvöldum.“ 

Í svarinu kemur fram að búið er að grípa til ráðstafana til að fyrirbyggja að brot af þessu tagi geti endurtekið sig:

„Sjúkratryggingar hófu strax ítarlega vinnu í framhaldi af því að þetta mál kom upp við að greina þær aðferðir sem starfsmaðurinn beitti og tryggja varnir gegn því að slíkt geti endurtekið sig, m.a. með breyttu verklagi. Þá stendur yfir umfangsmikil vinna tengd innra eftirliti stofnunarinnar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“

Gróflega misboðið yfir „veruleikafirrtri“ auglýsingu SFS með ósmekklegu leikaravali – „Þetta er sjúkt“
Fréttir
Í gær

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“

Hinrik hefur átt erfitt með kaþólsku kirkjuna eftir sláandi reynslu – „Ég horfði á vin minn og sá grátbólgin augun og reiðina í andliti hans“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar

Ferill Þorsteins er litaður gjaldþrotum og skattsvikum – Félag hans hlaut stærsta niðurrifsverkefni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta