Stuðningsmenn Harrogate Town í fjórðu efstu deild Englands voru ansi hissa þegar þeir komu sér á völlinn hjá Bradford City um helgina.
Gangan að vellinum er ekki löng en líklega er ekki til verra ganga í enskum fótbolta.
Til að komast að vellinum þurftu stuðningsmenn Harrogate að labba í gegnum ruslahaug.
Stuðningsmennirnir tóku þetta upp á myndband og var brugðið að sjá hversu mikill viðbjóður var í gangi.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
The walk to Bradford City’s Valley Parade is some sight 😅🗑️ pic.twitter.com/tPBvtr13mn
— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) February 8, 2025