fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Pressan

Svona geturðu kynnt þér slagsíðu bandaríska fjölmiðla

Pressan
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 18:04

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefsíðan AllSides hefur greint pólitíska slagsíðu helstu bandarísku fjölmiðlanna. Síðan segist birta þessar upplýsingar til að tryggja gegnsæi í fjölmiðlaumfjöllun og eins til að hjálpa fólki að fá heildarsýn á hvað sé að gerast í þjóðfélaginu og gera því kleift að mynda sér sjálfstæða skoðun.

Flokkunin byggir síðan á ábendingum frá þúsundum Bandaríkjamanna, þvert á stjórnmálaskoðanir sem og á mati sérfræðinga.

„Allir hafa slagsíðu, en falin hlutdrægni afvegaleiðir og sundrar okkur. AllSides gera hlutdrægni gegnsæja svo þú getir borið kennsl og kynnt þér ólík sjónarmið.“

Flokkunina má sjá á myndinni hér að neðan en matið segir ekkert til um áreiðanleika eða nákvæmni fréttaflutnings heldur bara þau sjónarmið sem fjallað er um. Þeir miðlar sem eru lengst til vinstri hafa vinstri slagsíðu, svo eru miðlar með smá slagsíðu til vinstri, loks frekar hlutlausir miðlar, svo miðlar með nokkra hægri slagsíðu og loks miðlar með hægri slagsíðu Nánar má lesa um flokkunina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Flúði úr fangelsi fyrir 50 árum – Núna veit lögreglan loksins hvar hún faldi sig

Flúði úr fangelsi fyrir 50 árum – Núna veit lögreglan loksins hvar hún faldi sig