Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, gaf frá sér óskýr svör í gær eftir leik sinna manna við Atletico Madrid.
Leikið var á Santiago Bernabeu en Real þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn nágrönnunum í toppbaráttunni.
Atletico fékk mjög umdeilda vítaspyrnu í leiknum en Aurelien Tchouameni var dæmdur brotlegur innan teigs í fyrri hálfleik.
Julian Alvarez skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Atletico en Kylian Mbappe átti eftir að jafna metin fyrir heimaliðið.
Real er nýbúið að senda inn kvörtun til spænska knattspyrnusambandsins þar sem félagið telur að dómgæslan hafi unnið gegn sér á tímabilinu.
,,Vítaspyrna? Ég neita að tala um dómgæsluna svo ekki spyrja mig,“ sagði Ancelotti eftir leikinn.
,,Það sem ég get sagt er að Tchouameni og Raul Asencio voru frábærir í leiknum.“