Steven Gerrard, goðsögn Liverpool, er að leita að nýju starfi þessa dagana en hann hefur yfirgefið Al Ettifaq í Sádi Arabíu.
Gerrard starfaði hjá Al Ettifaq í tæplega tvö ár en hann var látinn fara í lok janúar eftir slæmt gengi.
Nú gæti Gerrard verið að taka sama skref og fyrrum samherji sinn hjá enska landsliðinu, Frank Lampard.
Gerrard er talinn vera í bílstjórasætinu til að taka við Derby í næst efstu deild Englands eftir brottrekstur Paul Warne.
Gerrard yrði þriðja enska goðsögnin á stuttum tíma til að taka við Derby en Wayne Rooney var einnig við stjórnvölin um tíma.