Kylian Mbappe er að eyðileggja fyrir liðsfélaga sínum Vinicius Junior þessa dagana að sögn fyrrum leikmanns Marseille, Eric Di Meco.
Di Meco er á því máli að frammistaða Mbappe undanfarið sé að hafa slæm áhrif á Vinicius sem var stærsta stjarna Real fyrir komu franska landsliðsmannsins í sumar.
Di Meco telur að það sé ekki pláss fyrir tvær stórstjörnur á borð við þá tvo í sama klefa og að það sé ákveðið keppnisskap sem gæti haft neikvæð áhrif á þeirra leik.
,,Að semja við Mbappe var draumur Florentino Perez og hann er að upplifa drauminn ásamt Real Madrid. Mbappe er leikmaður sem allir vilja hafa í sínu liði, þú ert hins vegar með tvo hana í sama búri,“ sagði Di Meco.
,,Við bjuggumst við því að það yrði erfitt fyrir Vinicius og Mbappe að spila saman. Perez var ákveðinn í því að Carlo Ancelotti myndi bjarga því í búningsklefanum.“
,,Með þessari frammistöðu og hans hegðun, hann er að brjóta Vinicius. Mbappe er að mölbrjóta hann.“