Kvikmyndasafn Íslands hefur deilt myndbandi þar sem má sjá sundkennara kenna nemendum fótatökin í sundi í Sundhöll Reykjavíkur. Myndbandið er tekið í kringum árið 1950 svo rúmlega 70 ár eru liðin.
Engu að síður ættu margir að þekkja stefið: Beygja, kreppa, sundur, saman.
Myndbandið má sjá hér að neðan en ef það birtist ekki í vafra þínum má finna það hér. Á streymisvefnum Ísland á filmu má svo finna mörg önnur myndbönd frá Íslandi í gamla daga. Myndböndin eru meðal annars flokkuð eftir landshlutum og eru lesendur sem hafa tíma til að drepa hvattir til að hella sér smá nostalgíu.