Enskir miðlar hafa birt ansi athyglisverða grein um Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, sem er í dag yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull.
Klopp sér um lið eins og RB Leipzig og RB Salzburg eftir að hafa gert frábæra hluti með Liverpool í mörg ár.
Enskir miðlar rifja upp ummæli sem Klopp lét út úr sér árið 2024 þar sem hann staðfesti það að hann myndi fara frá Liverpool eftir fjögur ár og snúa aftur til heimalandsins.
Það er nákvæmlega það sem Klopp gerði enda starfandi í Þýskalandi í dag en hann bjóst við að það yrði hjá sínu fyrrum félagi í Mainz.
,,Auðvitað ætla ég aftur til Þýskalands og lifa lífinu! Ef þú spyrð mig í dag, það verður líklega hjá Mainz,“ sagði Klopp.
Klopp var síðar spurður út í það hvenær hann myndi yfirgefa England: ,,Fjögur ár, fjögur ár í viðbót.“
Klopp stóð við stóru orðin en hann lét af störfum í sumar og er Arne Slot í dag stjóri enska stórliðsins.