Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, er ekki hættur að slá eða jafna met en hann sá sína menn gera markalaust jafntefli við Wolfsburg um helgina.
Leverkusen er eitt sterkasta lið Þýskalands í dag og vann titilinn síðasta vetur án þess að tapa leik í deildinni.
Alonso er nú búinn að jafna frægt met sem Udo Lattek setti á sínum tíma en hann tapaði ekki í heilum 27 útileikjum í röð.
Alonso hefur nú gert slíkt hið sama og hefur leikið 27 leiki á útivelli án þess að tapa sem er í raun magnaður árangur.
Leverkusen mistókst hins vegar að vinna leikinn gegn Wolfsburg en honum lauk með markalausu jafntefli.