Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var ansi kaldhæðinn í gær er hann ræddi við blaðamenn eftir leik í enska bikarnum.
City spilaði við Leyton Orient og vann 2-1 sigur þar sem Nico Gonzalez spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið en fór útaf vegna meiðsla.
Guardiola býður leikmanninn einfaldlega velkominn til Englands og virtist gagnrýna dómgæslu landsins ansi hressilega með sínum ummælum.
,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina og í heim dómarana,“ sagði Guardiola eftir leikinn.
,,Kannski vissi hann af vinnubrögðum dómarana því ég átta mig á því að þetta er alls ekki auðvelt. Það er ekki auðvelt að spila gegn liði í þriðju deild.“
,,Án VAR þá er þetta erfiðara því þeir eru ekki vanir því. Ég veit að þetta er lið í þriðju deild en þeir misstu af einu eða tveimur atvikum.“
,,Ég veit ekki hversu alvarlega meiddur hann er en hann gat ekki haldið áfram.“