Chelsea er úr leik í enska bikarnum eftir leik við Brighton sem fór fram á Amex vellinum í kvöld.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Brighton en Chelsea tók forystuna eftir fimm mínútur og var útlitið nokkuð gott til að byrja með.
Cole Palmer mun vilja fá markið skráð á sig en möguleiki er á að Bart Verbruggen fái skráð á sig sjálfsmark í markinu.
Þeir Georginio Rutter og Kaoru Mitoma sáu hins vegar um að tryggja Brighton farseðilinn í næstu umferð og er stórliðið úr leik.
Fyrr í dag tryggðu Englandsmeistararnir í Manchester City sitt pláss í næstu umferð með 2-1 sigri á Leyton Orient.
Willum Þór Willumsson lék með Birmingham sem tapaði naumlega gegn Newcastle en þeim leik lauk með 3-2 sigri þess síðarnefnda. Willum kom inná sem varamaður er um hálftími var eftir.
Fulham vann þá Wigan 2-1, Ipswich vann Coventry 4-1, Everton tapaði 0-2 heima gegn Bournemouth og Southampton tapaði gegn B deildarliði Burnley 1-0 á heimavelli.