Michael Brown, fyrrum leikmaður Manchester City, telur að Pep Guardiola gæti verið á förum frá félaginu eftir tímabilið.
Gengi City á tímabilinu hefur alls ekki verið gott og er ljóst að liðið er í engri toppbaráttu við Liverpool og Arsenal.
Það er ekki langt síðan Guardiola krotaði undir nýjan samning á Etihad en hvort hann sé með þolinmæðina í að byggja upp nýtt lið er óljóst.
Brown hefur fylgst vel með City á tímabilinu og býst við að Guardiola muni leita annað eftir leiktíðina.
,,Ef þú spyrð mig þá er ég nokkuð viss um að hann segi bless í sumar. Það er mín skoðun á málinu,“ sagði Brown.
,,Ég dæmi þetta út frá líkamstjáningu og árangrinum, hann hefur náð sínum markmiðum með félaginu og gæti nú reynt að forða sér burt.“