Varnarmenn Manchester United eru í sérstökum WhatsApp hóp þar sem þeir skiptast á mikilvægum skilaboðum.
Þetta segir Leny Yoro, leikmaður liðsins, en hann kom til félagsins í sumar frá Frakklandi og er aðeins 19 ára gamall.
Yoro er aðeins að kynnast enska boltanum og leikmönnum deildarinnar og fær mikla hjálp frá samherjum sínum að eigin sögn.
,,Við erum með sérstakan hóp á Whatsapp, við varnarmennirnir. Við sendum klippur af framherjum andstæðingsins og hvernig þeir hreyfa sig og hlaupa,“ sagði Yoro.
,,Fyrir utan það þá er ég með annan mann sem sendir mér klippur af framherja svo ég geti kynnst honum.“