fbpx
Sunnudagur 27.apríl 2025
Fréttir

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 8. febrúar 2025 18:30

Skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi eystra í Langanesbyggð verður lokuð í 3 vikur, vegna leyfis eina starfsmannsins. Mynd: Skjáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt hefur verið að skrifstofa Sýslumannsins á Norðurlandi eystra í Langanesbyggð verði lokuð í 3 vikur á meðan eini starfsmaðurinn þar verður í fríi. Óvenjulegt verður að teljast að skrifstofa opinberrar stofnunar loki dyrum sínum svo lengi um miðjan vetur.

Skrifstofan í Langanesbyggð er ein af fimm starfsstöðvum embættisins. Aðalskrifstofan er á Húsavík en aðrar skrifstofur eru á Akureyri, Siglufirði og Dalvík.

Auk daglegra verkefna svo sem að taka á móti þeim gögnum og skjölum sem íbúar þurfa að koma til embættisins hefur starfsmaðurinn sinnt ýmsum sérverkefnum við t.d. skráningu skjala, fyrir meðal annars Byggðastofnun og unnið að málaskrá í fjölskyldumálum fyrir allt landið.

Upphaflega réð Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra starfsmann með starfsstöð í Langanesbyggð árið 2020. Hefur starfsmaðurinn haft aðstöðu í sama húsi og hýsir skrifstofu sveitarfélagsins.

Rafrænir tímar

Í tilkynningu frá embættinu sem birt er á vef Langanesbyggðar segir að skrifstofan verði lokuð vegna leyfis starfsmannsins frá 13. febrúar til 6. mars þegar hún opni aftur. Íbúum er bent á að á meðan skrifstofan er lokuð sé hægt sé að fylla út allar umsóknir rafrænt og að vera í netsambandi við aðra starfsmenn embættisins.

Ekki finnast nein merki um óánægju íbúa með þessa ráðstöfun en við leit í netheimum sést að tilkynning um lokun skrifstofunnar vegna leyfis starfsmannsins hefur áður verið gefin út á svipuðum árstíma.

Algengara er að opinberar stofnanir loki eða skerði opnunartíma á sumrin en þegar aðeins einn starfsmaður er á viðkomandi skrifstofu er væntanlega óhjákvæmilegt að loka þurfi þegar viðkomandi fer í frí. Á stafrænum tímum er þó þriggja vikna lokun líklega minna mál en ella fyrir íbúa, mögulega að undanskildum þeim elstu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Í gær

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“

Dómur birtur í máli leigubílstjórans og félaga hans: Lét brotaþola borga fyrir farið heim eftir nauðgunina – „Af því hún vildi endilega vesen þetta kvöld“
Fréttir
Í gær

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir

Ríkissaksóknara gert að afhenda nafnlausan tölvupóst í heild sinni – sendandinn óttaðist hefndaraðgerðir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“

Fyrrverandi bæjarstjóra Fjallabyggðar misboðið vegna auglýsinga SFS – „Þorpin töpuðu. Þorpin urðu undir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd

Óvenjulegt starf Frans páfa áður en hann gekk trúnni á hönd